Með myPhonak Junior-forritinu getið þú og barnið þitt fylgst betur með notkun heyrnartækisins og sniðið hana að þörfum ykkar. Mikilvægt er að gera þetta í samstarfi við heyrnarsérfræðinginn sem getur hjálpað til við að ákveða hvaða eiginleikar forritsins veita barninu mestan ávinning.
Fjarstýringin er sérhönnuð fyrir börn 6 ára og eldri (með eftirliti þegar þess þarf). Með honum fær barnið þitt tækifæri til að stilla stillingar heyrnartækisins eftir eigin þörfum þegar umhverfið gerir hlustun erfiðari. myPhonak Junior-forritið er hannað með nákvæmni í fyrirrúmi til að efla og aðstoða börn á þessum aldri án þess að skerða afköst heyrnartækjanna.
Fjartengdur stuðningur* hentar fjölskyldum og börnum á öllum aldri. Hann gerir notandanum kleift að vera sítengdur við heyrnarsérfræðinginn í gegnum fjartengingu. Fjartengdur stuðningur býður upp á „heyrnareftirlit“ sem hægt er að samræma við erilsamt líf barnsins, hvort sem þú ert aðaltengiliður barnsins eða barnið er sjálft orðið nógu gamalt til að sjá um heimsóknir sínar í heyrnareftirlit. Hægt er að sameina eftirlit í gegnum fjartengdan stuðning við heimsóknir til að gera minniháttar breytingar á stillingum heyrnartækja eða bara nota það sem ráðgjafarvettvang.
* Ræddu við heyrnarsérfræðinginn þinn til að kanna hvort þessi þjónusta er í boði í þínu landi
Með myPhonak Junior-forritinu getur barnið þitt (fyrir 6 ára og eldri, með eftirliti þegar þess þarf):
- stillt hljóð og skipt á milli kerfa í heyrnartækjunum
- sérstillt hlustunarkerfi fyrir erfið hlustunarskilyrði
- fengið aðgang að stöðuupplýsingum eins og notkunartíma og hleðslustöðu rafhlöðu (á heyrnartækjum með endurhlaðanlegum rafhlöðum)
- fengið fljótlegan aðgang að upplýsingum, spurningum, svörum og ýmsum ábendingum
Með öryggiseiginleikum forritsins geta foreldrar/forráðamenn:
- sérsniðið upplifun barnsins eftir þroskastigi þess og sjálfstæði í gegnum þartilgerða foreldrastýringu
- stillt á sjálfvirka stillingu (Auto On) þegar hleðslutæki fyrir endurhlaðanleg heyrnartæki er ekki til staðar
- breytt bandvíddarstillingu Bluetooth fyrir símtöl
Samhæfar gerðir heyrnartækja:
- Phonak Audéo™ Infinio
- Phonak Sky™ Lumity
- Phonak CROS™ Lumity
- Phonak Naída™ Lumity
- Phonak Audéo™ Lumity R, RT, RL
- Phonak CROS™ Paradise
- Phonak Sky™ Marvel
- Phonak Sky™ Link M
- Phonak Naída™ P
- Phonak Audéo™ P
- Phonak Audéo™ M
- Phonak Naída™ M
- Phonak Bolero™ M
Samhæfi við tæki:
myPhonak Junior-forritið er samhæft við Phonak-heyrnartæki með Bluetooth®-tengingu.
Hægt er að nota myPhonak Junior-forritið í AndroidTM-tækjum sem vottuð eru af farsímaþjónustu Google (GMS) og styðja Bluetooth® 4.2 og Android OS 8.0 eða nýrri útgáfu.
Finna má upplýsingar um samhæfi við snjallsíma á: https://www.phonak.com/en-int/support/compatibility
Android er vörumerki Google LLC.
Bluetooth®-orðmerkið og -kennimerki eru skráð vörumerki í eigu Bluetooth SIG, Inc. og öll notkun Sonova AG á slíkum merkjum er samkvæmt leyfi.